Drusluskömmun (aftur, af einhverri ástæðu) – svar til Óttars Guðmundssonar

Sæll, Óttar. Ég heiti Arnór Steinn, við höfum ekki hist, gætum mögulega hafa deilt almenningsrými af algerri tilviljun, en þú hefur skrifað margar greinar sem hafa birst á netinu, og ég hef einnig reynt fyrir mér í þeim efnum. Ég er stundum sammála þér, og stundum ósammála. Við eigum í eins litlu sambandi og hægt… Continue reading Drusluskömmun (aftur, af einhverri ástæðu) – svar til Óttars Guðmundssonar

Að keyra blindandi: Trump stuðningsmenn

Ég hef ætlað mér að skrifa um Donald Trump í smá tíma. Skrifleysið einkennist kannski aðallega af leti, en ég ætla að keyra mig í gang og reyna að skrifa aðeins um þennan merka mann, og þá sérstaklega um fylgjendur hans. Margrét Friðriksdóttir og Helgi Hrafn Gunnlaugsson tókust á í Harmageddon í dag. Umræðuefnið var… Continue reading Að keyra blindandi: Trump stuðningsmenn

Túttur

Ég gældi við að skrifa næst um sjónarhorn, þ.e., þegar hvítur maður talar um að svartur maður hafi ekkert til að væla yfir, eða þá að karlmaður segi að konur séu ekki með lægri laun, eða „ekki-kennari“ segi að kennarar séu ekkert lágt launaðir á Íslandi. Eftir fréttir dagsins ætla ég að blanda þeim soldið… Continue reading Túttur

Vonda fólkið – kveðjubréf til Hundasamfélagsins

Ég á rosalega erfitt með einn hóp á Facebook. Það eru ekki Hermenn Óðins, Sjomlatips, Beauty Tips, eða Stuðningsmenn Donald Trump á Íslandi. Neibb. Hundasamfélagið. Já, hópur sem er tileinkaður hundaeigendum og áhugafólki um hunda, er versti hópur sem ég hef verið hluti af. Ég hef nokkrum sinnum skilið eftir mig athugasemd á hópnum,oft hlegið mig máttlausan af vitleysunni… Continue reading Vonda fólkið – kveðjubréf til Hundasamfélagsins

Sumarið er tíminn (fyrir nauðgunarþöggun)!

FYRIRVARI: Ég er að tala um mjög viðkvæmt málefni á hátt sem gæti auðveldlega misskilist. Ef ég er að ýta á einhver viðkvæm svæði, biðst ég afsökunar, það má hafa samband við mig varðandi það. Jæja, hendum þessu í gang. Ég eiginlega skelf af reiði. Kíkjum á nokkrar svellkaldar og helferskar fyrirsagnir dagsins í dag… Continue reading Sumarið er tíminn (fyrir nauðgunarþöggun)!