Hvað er femínismi?

Um daginn var góður dagur. Dagurinn var alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Fyrir mér er það mjög mikilvægur dagur. Því miður var ég svo upptekinn á þessum degi að gera eitthvað allt annað að mér gafst bara ekki tími til að skrifa neitt. Ég ætla að bæta upp fyrir það núna. Ég lofa að þetta verður ekki alltof langt.

Fyrir öðrum er þetta ekkert spes dagur. Sumir segja að það sé ósanngjarnt að konur séu með einhvern spes dag. “Hvar er alþjóðlegur baráttudagur karla?” spyrja þeir sig, og klóra sér í pungnum. “Eigum við ekki bara að hafa alþjóðlegan baráttudag mannfólks, ha?” segja þeir svo aftur og sjúga upp í nefið.

“Femínisti? Nei, það er ég sko ekki. Ég er sko jafnréttissinni,” segja svo sumir. Meiraðsegja ég sagði þetta fyrir nokkrum árum síðan. Ég vildi ekki bendla mig við femínísku hreyfinguna. Ég fílaði það ekki.

Svo las ég mig til. Ég var femínisti. Allar mínar skoðanir á þessum málum voru femínískar. Það að vilja ekki vera kallaður femínisti var einhverskonar íslensk tregða sem ég get ekki fyllilega útskýrt. Ég er karlmaður – af hverju þurfti ég að skammast mín fyrir það að vera femínisti?

Í dag hugsa ég öðruvísi.  Ég er femínisti, og djöfulli er ég stoltur. Ég er líka svo glaður að sjá allan þann árangur sem konur hafa náð, þrátt fyrir mótlæti í gegnum allar aldir, kúgun, og algjöra bilun sem ekki nokkurt mannsbarn á að láta yfir sig ganga.

En hvað er femínismi? Er það barefli? Er að bara einn annar merkimiði í viðbót sem maður þarf að skella á brjóstkassann til að allir viti hvað maður er að hugsa?

Ég nenni ekki að fara út í orðabókapælingar. Í staðinn ætla ég að taka nokkur dæmi.

Femínismi er að sitja óluð niður í stól, og reyna að veigra sér frá því að fimm til sjö karlmenn standi í kringum þig og neyði mat ofan í þig með röri, af því að þú ert í hungurverkfalli, af því að þú og kynsystur þínar mega ekki kjósa.

Femínismi er að fórna eigin lífi, að kasta sér fyrir framan hest Bretakonungs til að vekja athygli á baráttu sinni – að þær voru tilbúnar til að deyja til þess að fá sömu réttindi og karlar.

Femínismi er að vera nauðgað, og berjast fyrir því í mörg ár að það er ekki henni að kenna að henni var nauðgað, og að það skipti engu máli í hvernig fötum hún var þegar það gerðist. Femínismi er að horfa í augun á nauðgara sínum og segja “þetta er þér að kenna, ekki mér.”

Femínismi er að sjá þetta í sjónvarpinu:

Maður sér karlkyns frambjóðendur spurða spurninga eins og “hvað ætlar þú að gera fyrir landið” eða “hvernig gengur framboðið?” á meðan kvenkyns frambjóðendur fá þessar spurningar; “verður ekki erfitt fyrir þig að vera í embætti og sinna móðurhlutverkinu?” eða “hvernig ertu klædd? þú ert betur klædd en hinn kvenkyns frambjóðandinn” eða “helduru að það sé ekki erfitt fyrir þig að vera með píku og vera í embætti? Þú ferð náttúrulega á túr sem gerir þig svo pirraða, er það góð hugmynd fyrir þjóðhöfðingja?”

og hugsa “Hey, þetta er kjaftæði”

Femínismi er að berjast með kjafti og klóm fyrir því að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlmenn.

Femínismi er að fara í fangelsi fyrir það að hafa rödd þar sem þér er bannað að tala.

Femínismi er að vera skotinn í andlitið fyrir það að reyna að tryggja kynsystrum sínum möguleikann til menntunar, og halda svo áfram að berjast.

Femínismi er ekki flókinn.

Femínismi er jafnrétti kynjanna.

Ef þú fattar það ekki, mæli ég með því að lesa þig til um hann. Ég gerði það, ég viðurkenndi eigin mistök, og ég lærði af þeim.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s