Drusluskömmun (aftur, af einhverri ástæðu) – svar til Óttars Guðmundssonar

Sæll, Óttar.

Ég heiti Arnór Steinn, við höfum ekki hist, gætum mögulega hafa deilt almenningsrými af algerri tilviljun, en þú hefur skrifað margar greinar sem hafa birst á netinu, og ég hef einnig reynt fyrir mér í þeim efnum. Ég er stundum sammála þér, og stundum ósammála. Við eigum í eins litlu sambandi og hægt er að hafa það.

Ekki það að það skipti einhverju máli, en það sem þú sagðir í gær (þessi grein er skrifuð þann 22. febrúar 2017) kveikti á einhverri reiðitaug í enni mínu og fékk mig til að byrja að skrifa. Ég er á hnjánnum fyrir framan skrifborð kærustu minnar að hlusta á viðtalið við þig í Síðdegisútvarpi Rásar 2, og reyna að hamra niður það sem þú ert að segja, af því að öll fötin mín eru á stólnum, og ég nenni ekki að taka þau af.

Ég er að hlusta, og ég er að reyna að skilja.

„Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta — […] og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb. […] hún getur engum um kennt nema sjálfri sér því það bera allir ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.“

Já. Einmitt. Ég er ennþá að reyna að skilja.

Þú kannski fylgist ekkert með fréttamiðlum á Íslandi eða víðar, en síðustu ár er nefnilega búið að vera í gangi svolítið átak, átak sem miðar að stóru og að mínu mati, frekar raunsæju markmiði, að binda enda á skömmun fórnarlamba, og skila skömminni þangað sem hún á heima, þ.e. til gerandans. Hefuru ekki heyrt um þetta? Það hefur verið talað um þetta, treystu mér.

Gefum okkur það að þú hafir bara ekkert heyrt um free the nipple eða druslugönguna (sem er eftir 2 mánuði, getur merkt það í dagatalið þitt), það er ekkert mál. Stundum fara hlutir framhjá manni. Ég skil það.

Þá ert þú að deila hugsun sem er löngu, löngu dauð. Þessi hugsun byggir á að karlmenn megi hérumbil gera það sem þeir vilja, og að þeir geti kennt konum um, því þær eru besti blóraböggull í heimi. Auðvelt skotmark, viðkvæmar, eins og þú segir, og eru (eða voru) ekki með neina rödd í samfélaginu.

Þetta er klassísk karlremba, með snefil af einhverri ógeðslegri afturhaldsemi sem ég hélt að allar þessar hreyfingar voru allavega búnar að vekja athygli á.

Því miður þá er þetta ekki svona lengur, Óttar. Það sem par, hvort sem það samanstendur af karli og konu eða karli og karli eða konu og konu, gerir í sínu einkarými, kemur þér ekki rassgat við. Ef þau vilja senda nektarmyndir af hvor öðru til hvors annars, af hverju í andskotanum mega þau það ekki?

Og af hverju er það konunni að kenna ef karlinn er háklassa hálfviti af hæsta kalíberi, sem kann ekki að takast á við sambandsslit og hefnir sín með því að leka myndunum á netið?

Þú hefur kannski ekki lent í því að einhver birtir myndir af þér á netinu, og ég skil það. Þú ert greinilega ekki með þá hæfni að geta sett þig í spor annara. Það er eitthvað sem þú mættir prufa, Óttar. Þú mættir prufa að vera stelpan sem deildi sínu allra viðkvæmasta með kærastanum sem grátbað hana um það í margar vikur, og lofaði henni að hún gæti treyst sér. Hann rúnkaði sér yfir myndinni eða eitthvað, svo tveim mánuðum síðar hætta þau saman, hann gat ekki ráðið við reiðina sína og setti myndina inn á eitt af myrku hornum internetsins þar sem aðrir geta rúnkað sér yfir henni.

Hvað gerði þessi stelpa rangt? Hún er allt í einu ægilegt fórnarlamb segir þú, það er alveg rétt. Af því að hún er fórnarlamb. Og strákurinn er hálfvi… ég meina gerandi.

Hrelliklám er ekkert djók, Óttar. Ég vona að þú hafir lesið þetta og …

Æji þér er pottþétt drullusama.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s