Að keyra blindandi: Trump stuðningsmenn

Ég hef ætlað mér að skrifa um Donald Trump í smá tíma. Skrifleysið einkennist kannski aðallega af leti, en ég ætla að keyra mig í gang og reyna að skrifa aðeins um þennan merka mann, og þá sérstaklega um fylgjendur hans.

Margrét Friðriksdóttir og Helgi Hrafn Gunnlaugsson tókust á í Harmageddon í dag. Umræðuefnið var einfalt; Er Donald Trump fasisti?

Tilgangur þessa pistils er ekki endilega að svara spurningunni, en ég held ég geri það óbeint. Það þarf allavega ekkert að útskýra fyrir mér, Drumpf gerir allavega rosalega marga fasistalega hluti, og kippi ég mér ekkert upp við það þegar fólk kallar hann fasista.

Tilgangurinn er samt meira hversu blint fylgjendur hans eru tilbúnir að fylgja honum. Allt sem hann gerir er bara sturlað frábært og engin ástæða til að gagnrýna né tjá sig um.

Donald Trump stöðvaði alla innkomu flóttamanna frá sjö löndum sem hafa valdið nákvæmlega núll dauðsföllum á Bandarískri grundu. Bannið átti aðeins að gilda um þá sem væri ekki Bandarískir ríkisborgarar, en samt voru Bandarískir ríkisborgarar stöðvaðir á flugvöllum og þeim meinað að ferðast til lands síns.

Helgi Hrafn minnist á dómarann sem afturkallaði bann Drumpf, vegna þess að það var ólöglegt, ekki í samræmi við stjórnarskrá Bandaríkjanna, og ekki réttlætanlegt. Það sem Drumpf gerði var að fríka út, og hóta dómstólum; hann sagði að þegar framið yrði hryðjuverk á Bandarískri grundu væri það dómstólum að kenna – þeir hleyptu öllum skrílnum inn!

Helgi Hrafn minntist réttilega á það að þetta væri andskoti fasistalegt – sem þetta er. Þjóðarleiðtogi hótar ekki stofnunum fyrir að vinna sína vinnu.

Margrét (orðrétt, ég var lengi að hlusta og skrifa): “Í fyrsta lagi er þetta forseti Bandaríkjanna, við erum að tala um valdamesta embætti í heiminum, ég skil alveg að egóið hans Donald Trump skuli fara niður þegar að hérna dómstólar eru farnir að rísa gegn honum og annað slíkt vegna þess að hefur bara eiginlega ekki verið fordæmi fyrir því!”

Þáttastjórnandi svarar; “Jú dómstólar halda forsetanum í balance,” og hún svarar “Já, mjög mjög sjaldan samt!”

… … …

HLUTVERK DÓMSTÓLA ER AÐ VEITA FRAMKVÆMDAVALDINU AÐHALD, segir Helgi Hrafn, og ég set í all caps til að vekja athygli á.

Margrét var ekki til í þetta. Ég ítrekað reyndi að fá svör frá henni á hópnum Stjórnmálaspjallið, sem ég hélt að væri semi óháður hópur þar sem fólk talar um … jú, stjórnmál, en kom í ljós að svo er ekki, meira um það síðar, hvort forseti BNA eigi að ráða hvað sé löglegt og hvað ekki. Svarið hennar var það sama í þrjú skipti; “Forseti BNA er valdamesti maður heims.” Eða eitthvað á þá leiðina. Loks í fjórða skiptið sagði hún nei, og talaði um að einræðið sem á sér stað í mið-austurlöndum sé slæmt.

Aha. Þú segir nokkuð. Semsagt; það á enginn að vera ósammála Trumparanum af því að hann er valdamesti maður heims? Það er það eina sem ég sé úr svari þínu, þú fékkst allavega 5 komment til að reyna að útskýra betur, en þetta er útkoman. Kudos.

Ég spyr: Á forseti Bandaríkjanna, Donald Drumpf, að ráða hvað er löglegt og hvað ekki?

Þegar umræða þeirra sem eru Trump hlynntir er farin að einkennast af þessu – að fólk er með honum í liði sama hvað gerist eða sama hvað er sagt, þá er full ástæða til þess að kveikja á viðvörunarljósum.

Þrískipting ríkisvalds er ofboðslega einföld kenning; Allt vald (löggjafar, dóms og framkvæmdavald) getur ekki legið hjá einum einstakling, eða einni stofnun. Það kallast einræði og hefur aldrei virkað. Nú er fylgjandi Drumpfs að halda því fram að dómstólar séu að óhlýðnast honum með því að segja að bann hans sé ekki í samræmi við stjórnarskrá landsins, og sé því ólöglegt.

Ef fólk er í alvörunni svo blint að fylgja leiðtoga lands, að það er bara sammála öllu sem hann segir án þess að beita snefil af gagnrýnni hugsun, þá er ástandið hætt að vera slæmt, og er orðið hættulegt. Það sem Margrét segir og heldur fram í viðtalinu er akkúrat það: stórhættulegt. Það þarf meira en bara sterkan leiðtoga í fasisma … það þarf líka fylgjendur sem eru tilbúnir til að trúa öllu sem hann segir, og munu fylgja honum fram í rauðan dauðan, og spyrja sig ekki tvisvar um.

Þið, kæru Trump stuðningsmenn, eru þeir fylgjendur. Ég vona að þið fattið það sem fyrst.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s