Túttur

Ég gældi við að skrifa næst um sjónarhorn, þ.e., þegar hvítur maður talar um að svartur maður hafi ekkert til að væla yfir, eða þá að karlmaður segi að konur séu ekki með lægri laun, eða „ekki-kennari“ segi að kennarar séu ekkert lágt launaðir á Íslandi.

Eftir fréttir dagsins ætla ég að blanda þeim soldið saman.

Free the nipple sýndi það í verki að hreyfingin er enn vel á lífi. Samnemi minn í félagsfræði fór berbrjósta í sund á Akranesi ásamt vinahóp. Það er ekki frásögum færandi nema hvað að reynt var að víkja téðum nemanda úr lauginni. Talið var að nemandinn væri ekki í sundfötum! „Ég er í sundfötum,“ sagði nemandinn við baðvörð. Ekki var nemandinn nakinn?

Neibb. Hún var bara stelpa sem var ekki hulin að ofan.

„Frelsum nippluna“ hreyfingin hefur vakið mikla athygli síðustu ár, konur og stelpur neita að fylgja reglum feðraveldisins og vekja athygli á þeim tvískinnung að brjóst þeirra eru kyngerð, en ekki brjóst karlmanna.

Eins og vant er orðið skriðu íhaldsömu tröll Íslands úr hellum sínum og hömruðu sinn horbjóð á kommentakerfi vefmiðla eins og þeim einum er lagið.

„Flassarar og einstaklingar með slíkar kenndir hafa alltaf verið til. Auðvitað vilja þeir berjast fyrir því að svala þessari hvöt sinni sem víðast. Konur hafa flaggað túttunum sem kynlífsgræjum frá örófi alda með virkilega góðum árangri.“

„Þetta er orđiđ of seint. Hvađ međ ef karlmenn fara ađ ganga um međ punginn sinn lafandi ùr buxunum. Èg er viss um ađ þeir væru kallađir perrar og hringt væri à lögregluna.“

Ég valdi þessi tvö komment eftir mjög vandaða leit. Mér fannst þessi tvö bara kristalla punktinn minn mest. Og hann kemur nú. Eruði tilbúin?

Þið eruð karlmenn, báðir tveir, sem eruð að tjá ykkur. Ég nafngreini ykkur ekki, en þið vitið vonandi hverjir þið eruð. Hæ, ég heiti Arnór, en ég ætla að kalla ykkur X og Y.

Kæri X, kona er ekki með flassaragirnd ef hún vil njóta sömu réttinda og karlmaður. Brjóst eru ekki kynfæri, og free-the-nipple hreyfingin snýst ekki um það að konur vilji bara bera sig og sýna sig og gera alla karlana í kringum sig spólgraða, þannig að þeir fari bara að pússa sín sköft á almannafæri. Flysja gulrótina. Kyrkja einhyrninginn. Æji, þið vitið. Rúnka sér.

Þvert á móti, free-the-nipple hreyfingin er einmitt til þess að fólk eins og þú segi ekki eitthvað svona á netinu. Hún er um það að breyta hugsunarhætti allrar jarðar; að brjóst séu ekki kynfæri, að það eigi að hætta að kyngera konur og þeirra líkamsparta. Ung stelpa í dag þarf ekki bara að díla við Kardashian klanið og þeirra staðla um fegurð og rassastærð, heldur þarf hún einnig að kljást við alla karlmenn heims, alla unga stráka og þeirra brengluðu ímynd á því hvernig kona á að líta út, hvernig hún á að haga sér, hvort hún eigi að vera drusla eða ekki. Ung stelpa í dag, er bara því miður, í ógeðslega vondum málum.

X, ég vona að við getum komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu hérna. Ég skil hvaðan þú kemur – en þú skilur ekki hvaðan ég kem. Ég ætla því að umorða þetta fyrir þig á sem einfaldastan hátt: brjóst eru ekki kynfæri.

Y, ég og þú myndum græða á því að fá okkur bjór saman. Ég ætla ekki að eyða of miklu í þig samt, af því að kommentið þitt er það heimskasta sem ég hef lesið í rosalega langan tíma. ætla bara að umorða og gera þetta ágætlega einfalt fyrir þig: Pungur er kynfæri. Brjóst eru ekki kynfæri. Ef karlmaður berar pung, þá er það glæpur! Ef kona berar brjóst, þá er hún að gera það nákvæmlega sama og ég og þú gerum í sundi. Fattaru? Nei, ábyggilega ekki, en ég fékk allavega að segja að kommentið þitt var heimskt.

Krúnudjásn Íslands, Ingó Veðurguðsson, lét sig ekki vanta í umræðuna. Hann gaf ekkert í komment samnemanda míns, um að þetta snerist um að breyta hugsunarhætti, heldur sagði að brjóst yrðu ávallt kynæsandi fyrir karlmenn. Þetta sé lífeðlisfræðileg staðreynd!

Ég vona að Ingó lesi þetta svo hann heyri það bara frá mér; þetta snýst ekki um karlmenn, og hvað þeim þykir sexí. Þetta snýst bara svo lítið um karlmenn að það er ekki einu sinni fyndið. Það að þér finnist þetta snúast um karlmenn sýnir bara hvað þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.

Þetta snýst um jafnrétti. Þetta snýst um að kona þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að vera kyngerð í öllum mögulegum miðlum, allan sólahringinn, hvern einasta fjandans dag. Þetta snýst um svo mikið, mikið meira en að bara bera brjóst.

Þetta snýst um jafnrétti. Ég á ekki að þurfa að segja þetta aftur, en þið eruð svo ógeðslega treg að ég bara verð að gera það aftur. Einu sinni enn, þið þarna íhaldssömu krúttbangsarnir ykkar;

ÞETTA SNÝST UM JAFNRÉTTI.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s