Að gera allavega eitthvað

Ég er soldið barnalegur.

Ég nefnilega held í þá trú að Ísland sé ekki alveg eins nautheimskt og Bandaríkin, hér sé lýðurinn að miklu leyti vel lesnari en ellegar, og að gagnrýnin hugsun sé þúst … útbreidd.

Ég gæti breytt þessu í rant gegn Sjálfstæðisflokknum en ég ætla ekki að tala um þá hér. Ég nenni því ekki. Ég ætla að tala um hlýnun jarðar.

Mogginn birti úttekt sem ber heitið “Endalokin fyrir loftslagið?” sem segir frá áhyggjum vísindamanna um að Donald Drumpf ætli að segja sig og sitt land úr Parísarsáttmálanum sem “tekið hafi ríki heims tvo ára­tugi að kom­ast að.”

Þetta eru vissulega, hryllilegar fréttir, þar sem Bandaríkin eru alveg ógeðslega stórt land, og hvaða ákvörðun sem þau taka varðandi loftslagsbreytingar mun hafa bein áhrif á allan heiminn.

” allt skal vera Trump að kenna”, “Síðasta vígið Mogginn orðinn andsetinn af Al Gore & Di Caprio :)”, og allra uppáhalds kommentið mitt: ” Spurningin er , er hlýnunin af mannavöldum, eða öðrum” …

Upplýstir íslendingar, gott fólk, ekki bara að vernda Drumpf og hans hyski, heldur að kenna vinstrimönnum um og efast um þær sannanir að hnattræna hlýnun er hægt að rekja til áhrifa manna og þeirra notkun á kolum, olíu og öðru ógeðslegu drasli sem gerir ekki annað en að gera fámennan hóp auðjöfra ríkari dag eftir dag (og náttlega að stúta ósónlaginu og fella regnskóga og soleiss, en öllum er náttlega sama um það).

Ég skal koma með eitt brjálað dæmi. Sturlað. Algera vitleysu.

Segjum sem svo að allt í einu kemur í ljós að hnattræn hlýnun er ekki það sem við höldum. Þetta sé allt plat. Bara plat frá öllum helstu vísindamönnum heims. Hvar og hvenær þeir héldu þá risastóru ráðstefnu þar sem þeir komust einhuga að því samkomulagi (Vatnajökull 1985?) er ekki vitað, en sannleikurinn er sá að þetta er allt plat.

Hvað vorum við að gera? Draga úr mengun í stórborgum heims af því að okkur fannst það fyndið? Stöðva eyðingu regnskóga af því að trén voru svo ljót? Hætta að dæla eiturefnum og plasti í sjóinn af því að, let’s face it, fiskar eru drullufokking leiðinleg dýr …

Eða var þetta ekki bara gert til að bæta lífsskylirðin á þessari litlu jörðu okkar um nokkur prósentustig? Ég vitna ekki oft í Arnold Schwarzenegger án þess að djóka, en ég geri það í fúlustu alvöru núna. Hann sagðist vilja taka alla þá sem efuðust um að við bærum ábyrgð á hlýnun jarðar, setja þá inn í bílskúr með bensínbíl í hlutlausum, með múrstein á bensíngjöfinni. Maður myndi ekki vilja vera þar inni mjög lengi.

af hverju í andskotanum viltu þá að það sé gert allan sólahringinn, allan ársins hring út í loftið okkar?

Ef þú efast um hnattræna hlýnun, og okkar hlutverk í því, þá ertu því miður hluti af vandamálinu. Ef þú segir að þetta sé allt samsæri í boði vinstrimanna, NATO, Fiskvinnslufélagi Hornafjarðar, FBI, CIA, ABC, SOS Barnahjálpar og Dóra frænda, þá ertu meira en hluti af vandamálinu; þá býrðu í kassa, og ég vorkenni þér.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s