Sumarið er tíminn (fyrir nauðgunarþöggun)!

FYRIRVARI: Ég er að tala um mjög viðkvæmt málefni á hátt sem gæti auðveldlega misskilist. Ef ég er að ýta á einhver viðkvæm svæði, biðst ég afsökunar, það má hafa samband við mig varðandi það.

Jæja, hendum þessu í gang.

Ég eiginlega skelf af reiði. Kíkjum á nokkrar svellkaldar og helferskar fyrirsagnir dagsins í dag af internetinu.

Lögreglustjóri telur að fólk leggi saman tvo og tvo

Þessi fyrirsögn birtist á Vísi, þar er Páley Borgþórs, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og sjálfsskipaður verndari Þjóðhátíðar, að tala um það að hún ætli að hafa sama fyrirkomulag og í fyrra, að ekki verði tilkynnt um nein kynferðisbrot fyrr en hátíðin hefur lokið af sér. Hún réttlætir þetta einhvernveginn svona “Við erum bara á svo litlu landi að ef það er tilkynnt um eitthvað að þá fer fólk bara að reikna það út hver nauðgaði og hverjum var nauðgað.” ….. uuh, ókei þá?

giphy.gif

Langflest lögregluumdæmi upplýsa fjölmiðla um kynferðisbrot

Hér fara blaðamenn að rannsaka hvort þetta sé landlægur fjandi. Nei, svo virðist ekki vera. Vestmannaeyjar virðast bara vera einhversskonar sjálfstæð eining sem fer eftir eigin lögmálum. Uuuuhhh …. ókei? Ég meina … ætli fjölbreytni sé ekki af hinu góða bara?

Hunsar þöggunartilmæli lögreglustjóra

Borðin snúast; nú ætla fagaðilar heilbrigðisstofnanna að gerast sjálfstæðari gagnvart hinu sjálfstða og ganga gegn löggunni og bara segja frá, þrátt fyrir að löggan segir þeim að gera það ekki. Jæja nú er þetta orðið skrýtið, hvar endar þetta eiginlega?

vs9AG.gif

Skyldi ætla að neyðarmóttaka héldi trúnað

Þessi er frá því í fyrra, birt stuttu eftir að Þjóðhátíð lauk. Hér er Páley að furða sig á því að fagaðilar heilbrigðisstofnunar hafi látið vita af því að kynferðisbrot verði framin. Úff, skamm skamm krakkar, svona má ekki.

Hvað er að gerast á þessu ógeðslega skeri sem við verðum að kalla heimili?

giphy (1)

Ókei, þetta var ekki fyrirsögn í blaði, þetta var bara ég. En í alvörunni; Hvað Er Að Gerast?? Ég skal reyna að koma tilgangi þessarar greinar fyrir í einni setningu; Af hverju í andskotanum erum við að henda í gang einhverri nauðgunarhræðslu, núna, í dag, fáeinum 10 dögum áður en Þjóðhátíð í Eyjum, ásamt mörgum hátíðum um land allt, er sett? Hvað veldur því að fagaðilar eru að rífast og bítast um þetta mál, að ekki megi segja frá?

H1-160719048

“Já, það verður pottþétt fullt af fólki nauðgað í Eyjum um helgina, en það er allt í lagi, því það mun enginn vita af því fyrr en eftir helgi, nema náttúrulega þolandinn, þannig að allt er gott og blessað, skemmtið ykkur vel!” – lögreglan

Ég reyndi að finna mynd sem lýsir því hvað ég er ógeðslega pirraður yfir þessari umræðu, en ég fann ekkert. Ekki neitt.

Ég er með hugmynd sem er mjög klikkuð. Ég þori varla að skrifa hana hérna. Ég nefnilega veit ekki hvernig landinn mun taka í hana. Ég er smeykur. Nei ókei, ég læt vaða;

Kæru löggæslumenn landsins og yfirmenn, stjórar, guðir, verndarar, hvað sem þið kjósið að kalla ykkur.

Hvernig væri, í staðinn fyrir að gefa út yfirlýsingu sem segir hvað þið ætlið að gera/ekki gera þegar fólki verður nauðgað í Eyjum, að gefa út yfirlýsingu sem hljóðaði einhvernveginn svona;

Við, lögregluyfirvöld í Vestmannaeyjum/á Íslandi öllu ætlum að gera allt sem við mögulega getum til þess að hátíðargestir Þjóðhátíðar þurfi ekki að vera í stöðugum ótta við það að vera nauðgað, og að veita þeim þá allra bestu umönnun og aðstoð ef (EF EF EF) kynferðislegt ofbeldi á sér stað. Þið eruð ekki ein, við munum gera allt til að vernda ykkur.

En nei, þetta er greinilega bara allt of fokking flókið fyrir ykkur. Til hamingju, þið eruð ennfremur búin að stimpla Þjóðhátið sem nauðgunarhátíð Íslands, og virðist ekki einu sinni hafa áhuga á því að laga það.

Ég nenni þessu ekki lengur, ég er farinn.

giphy (2).gif

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s