Ástæðan fyrir því að mig langar stundum að drepa alla

Þessi fyrirsögn er kannski pínku overboard, en hún er það samt ekki, og hér er af hverju;

Nú sjáum við mynd.

10408483_705677832843713_1062156767183571438_nHvernig dirfist þessi belja að ógna KARLMENNSKU MINNI

Myndina get ég ekki staðsett neinsstaðar, því ég hef séð hana bæði á Facebook og víðar á alnetinu. Þarf ég nokkuð að útskýra eitthvað? Nei ókei, það er nú gott, því boðskapurinn er ekki flókinn.

Jæja, fólk bregst við þessari mynd á sinn eigin hátt, sem er eðlilegt, því við erum mismunandi eins og við erum mörg.

Flest viðbrögðin eru jákvæð. “Já, þetta er gott! Það er gott að segja við stráka að þeir eigi ekki að nauðga!” Þetta eru viðbrögð frá fólki sem er hæfilega heilbrigt í hausnum. Gott og vel.

Aðrir koma með þetta gamla og góða; “Það er ekki körlum að kenna að þeir nauðga, konur klæða sig illa og þá á að nauðga þeim.” Þessi viðbrögð eru frá réttdræpum einstaklingum, og svo gamaldags að hálfa væri nóg.

Uppáhaldið mitt er hins vegar þetta: “En hvað með karlana? Þeim er nauðgað líka. Eigum við bara að grafa þá staðreynd í sandinn og BARA hugsa um konurnar? HVAR ER ÞETTA JAFNRÉTTI SEM ÞIÐ ERUÐ AÐ TALA UM NÚNA???”

knife_PNG1512.png“Flott innlegg vinur, taktu nú þennan hníf og skerðu ‘Vel Gert’ í ennið þitt. You’ve earned it.

Til að byrja með er ég smá ruglaður. Ég er að reyna að finna hvar á myndinni það stendur “Og já, einnig vil ég segja að við ætlum að hundsa það að körlum er líka nauðgað,” en ég bara finn það ekki. Kannski stendur það aftan á spjaldinu, og hún snýr því bara óvart vitlaust. Kannski er það a öðru spjaldi en manneskjan sem hélt á því spjaldi var bara svo ljót að þeir klipptu hann/hana af myndinni.

Eða, kannski stendur það ekki neinsstaðar því það er ekki fokking boðskapur myndarinnar.

Það er staðreynd, og mjög ljót staðreynd, að körlum er einnig nauðgað. Af konum og öðrum körlum. Það er ógeðslegt. Jafn ógeðslegt og þegar konum er nauðgað. Sorgleg staðreynd sem ég væri rosalega mikið til í ef hægt væri bara að útrýma. En það er ekki hægt, af því að mannkynið er einn stór hálfviti.

En, tilgangurinn með þessum pistli er að segja þetta:

Þegar barist er fyrir því að karlar hætti að nauðga konum er engan veginn verið að segja “btw okkur er drull um það að körlum er líka nauðgað”.

two+women+talking.jpg
“Sigga nauðgaði Tomma í gær, vissiru það?”
“Gaur mér er svo drullusama sko ÁFRAM KONUR”

Við getum einfaldað þetta svona;

Barátta kvenna: Að konur hætti að verða fyrir barðinu á brengluðum ímyndum klámsamfélagsins, að þær hætti að vera hlutur sem nota má eins og hvert annað dót, að þær geti risið upp og sagt við gerendur sína “það er þér að kenna að þú nauðgaðir mér” og að þær geti gengið óhultar um götur stórborga um kvöld án þess að hræðast einn né neinn.

Barátta karla: Karlmenn þurfi ekki að verða fyrir barðinu á öðrum karlmönnum í fangelsi, eða að þeim verði ekki nauðgað í ofbeldisfullum samböndum, eða að eldri manneskja misnoti þá ekki þegar þeir eru yngri. Að þeir þurfi ekki að vera hræddir við kynferðislegt afl annarra.

Þessar tvær baráttur eru til, en ein þarf ekki að ógilda aðra. Þær eru báðar til, og báðar stefna að sameiginlegu markmiði. Að enginn nauðgi neinum.

Þegar þú skilur eftir athugasemd þar sem þú segir “er öllum sama um það að karlmönnum er líka nauðgað?” þá ert þú ekki að berjast fyrir réttindum karlmanna. Þér er í raun drullusama. Þú vilt bara kveikja bál og horfa á neistana fljúga. Ég veit ekki hvað fær þig til að gera þetta, en þú gerir það samt, og ég held að ég muni aldrei nokkurntímann komast að því af hverju í andskotanum þú gerir þetta.

Og þú veist alveg hver þú fokking ert.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s