“Neinei, það tekur ábyggilega enginn eftir þessu”

Þann 21. nóvember var birt frétt á mbl.is með fyrirsögninni Sögð hafa verið bar­in til dauða í Sýr­landi. Fréttin fjallaði um austurríska stelpu sem strauk að heiman til þess að ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. Hún var svo víst, eins og fyrirsögnin gefur til kynna, barin til dauða af liðsmönnum sínum eftir að hafa reynt að flýja.

mbl

Mynd 1: Skjáskot af fréttinni á MBL. Taka má eftir nokkrum skemmtilegum villum eins og “hefur var barin til dauða” og setning sem byrjar á “En …”

Fréttin var mjög illa skrifuð og mátti þar finna ýmsar stafsetningar og innsláttarvillur. Fyrir ofan er skjáskot af fréttinni, búið að leiðrétta nokkuð, en ekki allt. Það sem greip mína athygli var setningin „Eitt fjölmiðill greinir frá …“ Ég skildi eftir athugasemd við fréttina á Facebook þar sem ég sagði að fréttin væri hræðilega illa skrifuð. Gaf sjálfum mér fimmu og hrósaði mér fyrir málefnalegt og gott innlegg.

Nokkrum klukkutímum síðar sé ég að pressan.is birtir frétt með sömu mynd. Líkri fyrirsögn. Og nákvæmlega sama texta. Með nákvæmlega sömu villu og sést hér að ofan.

pressan

Mynd 2: Skjáskot af frétt Pressunar. Búið að breyta aðeins, en uppáhalds fjölmiðillinn minn í öllum geiminum gleymdi að breyta “Eitt fjölmiðill”, eins og það birtist fyrst á mbl.

Eins og mér var bent á eru 31 orð í röð hérna: „… þær bera Kalashinkov riffla, umkringdar vopnuðum mönnum. En í október á síðasta ári var haft eftir vinum stúlknanna að Kesinovic hafi viljað koma heim eftir að hafa fengið nóg af ofbeldinu…“

Kalashnikov skrifað vitlaust í báðum greinum, og er óbreytt þegar þessi grein er skrifuð.

Nú er ég ekki menntaður blaðamaður, einungis áhugamaður, en þegar ég finn lykt af kúk, þá veit ég að um kúk er að ræða.

Vitaskuld brjálaðist ég, því ég hef séð pressuna gera svipaða hluti áður, og hamraði eitt stykki athugasemd á facebook þráð fréttarinnar. Ég sagði „fokking“ eða einhverskonar útgáfu af því orði allavega þrisvar, og viðurkenni ég fúslega að það var þrisvar sinnum of oft. Ég taggaði pressuna í kommentið og bað um svör við þessum vinnubrögðum – hvernig er það réttlætt að taka texta af einni síðu og setja hann svo á sína eigin síðu, og breyta aðeins orðalagi?

Pressan svaraði mér með því að meina mér að skilja eftir athugasemdir, og að like-a við síðuna. Auðvitað eyddu þau líka athugasemdinni. Klassi.

Ég sé aðeins eftir einu, að hafa blótað svona mikið í athugasemdinni á pressuna. Ef ég hefði róað mig aðeins niður hefði ég getað deilt þessum pistli á þá. Ojæja …

Ég er búinn að bera textana saman, og það er pínkuponsu munur. Nóg til að taka eftir því. Pressan.is náði að setja þetta sem frétt og deila henni á Facebook. Ef ég hefði gert þetta í skólanum, þá hefði ég verið rekinn úr honum.

Skólinn á að undirbúa mann fyrir lífið. Það er hart tekið á ritstuldi þar, og þá meina ég hart, vegna þess að ritstuldur er aumkunarverður hlutur sem enginn á að stunda nokkurntímann, ekki í skóla, ekki í vinnu, ekki í fjölmiðlum, ekki í söguskrifum, ekki neinsstaðar. Af hverju er ekkert fjaðrafok yfir því að pressan steli texta af mbl (sem í fyrsta lagi var hræðilega illa skrifaður)? Er það kannski bara af því að það er alheimsvitund að pressan er mesti sorpmiðill Íslands fyrir utan Séð og Heyrt?

Ef mbl.is gaf leyfi fyrir því að birta þessa frétt aftur, þá væri rosalega gott fyrir pressuna að kannski birta smá textabút með þeirri útskýringu. Það er eitthvað sem pressan gerir nefnilega aldrei, birta heimildir sem vitnað er í.

Þessu er ekki lokið.

 

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s