Þessar helvítis íslensku lauslátu druslur!!!

Segja má að netheimar standi í björtu báli vegna atvika síðustu daga. Tveir menn hafa verið kærðir fyrir nauðgun, og voru þeir ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald eftir kæruna. Viðbrögðin létu ekki á sér standa, og voru haldin fjölmenn mótmæli fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu.

Það hitnaði heldur betur í kolunum þegar birtar voru myndir af tveimur mönnum á Facebook með lýsingunni “Hér eru helvítis ógeðin sem voru að nauðga og misþyrma með sérútbúna íbúð í Hlíðunum…” og var þeirri mynd deilt allsvakalega oft.

Sitt sýnist hverjum um hvort deilingin sé góð hugmynd, en það er efni í annan pistil.

Síðustu mánuði hefur kynferðislegt ofbeldi verið í brennidepli, og eru viðbrögðin af ýmsu tagi. Hér er dæmi:

Einn óprúttinn aðili að nafni Finnbogi Vikar, nældi sér í 100 rokkstig frá íslendingum með því að deila þessari frétt og skrifa svona voðalega fallegt undir:

Íslenskar konur hafa orð á sér fyrir að vera lauslátar druslur. Fyrirtæki hafa markaðssett Ísland út á þetta. Það eru auðvitað ekki allar íslenskar konur lauslátar druslur en orðsporið er þannig. Ekki hægt að neita því, nýjasta er að þær feitar lauslátar druslur en það er álit útlendinga og endurspeglar ekki mitt álit. Þannig að fólk ætti að róa sig í umræðunni um meintar nauðganir íslenskra stráka og horfa aðeins heildstætt á myndina. Íslenskar lauslátar druslur sérstalega og líta í eigin barm áður en saklausir menn eru hengdir án dóms og laga af brjáluðum lýð.

Ég vildi bara deila með honum nokkrum pælingum varðandi skrifin.

Það væri sniðugt að lesa yfir textann áður en þú setur hann inn, þessar setningar hjá þér meika mjög lítið sens, en skilaboðin komast á framfæri. Ég skil vel ef þetta orsakast af því að þú varst svo reiður út í allar íslensku lauslátu druslurnar að þú einfaldlega gast ekki einbeitt þér. Mundu bara næst að þegar þær fara svona mikið í taugarnar á þér að draga andann djúpt og slaka aðeins á áður en þú hamrar næstu færslu á lyklaborðið.

Næsta pæling er að þú ert eiginlega að predika fyrir rammvitlausan hóp. Þú myndir slá í gegn hjá Repúblikönum í Bandaríkjunum, eða hjá kaþólikkunum í Suður-Evrópu. Þar er fullt af bitrum gömlum körlum sem hata konur. Þú myndir smellpassa þar, vinur. Ég held að við getum alveg komið í gang söfnun fyrir flugmiða, ásamt einni eða tveimur ferðatöskum með. Það verður séð um þig þar, og engar áhyggjur, þar eru engar íslenskar lauslátar druslur sem pirra þig.

Svo er ég að pæla hvort dagatalið þitt sé ekki alveg örugglega í lagi. Hjá mér er nefnilega nóvember árið 2015, en þú virðist vera með dagatal frá 1960 eða fyrr. Endilega láttu mig vita hvernig þú nærð að halda svona dagatölum í standi öll þessi ár.

Ég held að þetta sé komið hjá mér í dag, endilega láttu mig vita hvað þér finnst. Ég hlakka til að heyra frá þér.

Advertisements

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s